Konan í menningarsögunni

Katrín Valdimarsdóttir. Smellið til að stækka myndina. *Ljósmyndin er af Katrínu Valdimarsdóttur sagnakonu (1898–1984). Hljóðritanir með frásögnum hennar eru nú varðveittar í segulbandasafni þjóðfræðisviðs Árnastofnunar. Árið 2015 var þess minnst að 100 ár voru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og kjörgengi til Alþingis. Sérfræðingar á Árnastofnun minntust  tímamótanna og rituðu stutta pistla sem birtir voru vikulega hér á síðunni. Pistlarnir fjalla um konur og kvenmenningu í aldanna rás og tengjast fræðasviðum stofnunarinnar. Fjallað er til að mynda um örnefni, nýyrði, tökuorð, kenningar í skáldskap, kvæða- og sagnakonur, skáldkonur og konur í bókmenntum og þjóðlífi, handrit í eigu kvenna eða handrit skrifuð af konum. Pistlarnir 40 birtust reglulega frá 16. febrúar 2015 til 7. janúar 2016; hlé var gert á verkefninu yfir hásumarið.

Pistlarnir í stafrófsröð:

*Myndina af  Katrínu tók Sigríður Zoëga ljósmyndari en árið 1915 stofnaði hún, ásamt Steinunni Thorsteinsson, Ljósmyndastofu Sigríðar Zoëga & Co. Fyrirtækið ráku þessar framsæknu konur til ársins 1955.