Fréttasafn

Branislav 627
Branislav Bédi hefur verið ráðinn verkefnisstjóri á alþjóðasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Gripla XXIX frst
Ritið kemur út í lok árs 2019. Ritstjórar eru Rósa Þorsteinsdóttir og Emily Lethbridge.
Háskóli Íslands
Hugvísindaþing er haldið 8. og 9. mars nk.
Ónefnt blóm. Mynd: Kristín M. Jóhannsdóttir
Útgáfudagurinn er 8. mars sem ber yfirskriftina Tómstundadagurinn 2019.
mynd imba 627 304
Ný úttekt á kennslu norrænna mála við háskóla á Norðurlöndum
Tælensk prinsessa frst
Maha Chakri Sirindhorn er frá Tælandi og heimsótti nokkrar menningarstofnanir á ferð sinni um Ísland.
agusta_og_einar
26.02.2019

Ágústa Þorbergsdóttir og Einar Freyr Sigurðsson fá fjárstyrki til verkefna á sviði tungu og tækni

Nýlega ákvað stjórn markáætlunar í tungu og tækni að styrkja sex verkefni sem snúa að tungu og tækni. Tveimur verkefnanna er stjórnað af starfsfólki Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Verkefni Ágústu Þorbergsdóttur málfræðings snýr að orðaforða fjármálalífsins og hvernig má samræma hann á sem skilvirkastan hátt.

Það gengur út á að þróa kerfi sem dregur íðorð úr íslenskum textum á sviði fjármála. Í kjölfarið er hugmyndin að setja upp veflæga verkfærakistu til að vinna með. Vefurinn mun bjóða upp á að gögnum sé deilt, þau keyrð út á mismunandi sniðum eða að út úr kerfinu séu sendar tillögur til ritstjóra Íðorðabankans. Sjálfvirkar keyrslur verða settar upp til að finna íðorð í nýjum textum, t.d. úr fjölmiðlum. Niðurstöður verða opnar og aðgengilegar öllum notendum vefsins.
Þessi vinna mun bæta mikið starfsaðstæður þeirra sem vinna með orðaforða tengdum fjármálum, enda hefur þróun á þessu sviði þjóðlífsins verið hröð og mikil þörf hefur skapast fyrir ný orð sem verða fljótt töm í notkun þeim sem vinna innan fjármálaheimsins.


 

Einar Freyr Sigurðsson fékk ásamt Antoni Karli Ingasyni, Kristínu Bjarnadóttur, Kristjáni Rúnarssyni og Steinþóri Steingrímssyni styrk til að vinna verkefni sem nefnist Universal Dependencies-málheild fyrir íslensku.

Verkefnið gengur út á að  búa til nýja málheild innan Universal Dependencies-kerfisins (UD; sjáhttp://universaldependencies.org) sem inniheldur rúmlega 100 trjábanka úr meira en 70 tungumálum. Enn er þó engin slík málheild til fyrir íslensku. 
Við gerð nýju málheildarinnar verður tveimur meginaðferðum beitt. Í fyrsta lagi verður Sögulegi íslenski trjábankinn (IcePaHC), sem er setningafræðilega þáttuð málheild, notaður til að búa til UD-málheild. Máltæknitól verður hannað sem varpar þáttuðum texta úr IcePaHC yfir í UD-kerfið. Í öðru lagi verða tekin 100.000 orð úr Risamálheildinni og þau þáttuð til samræmis við þáttunaraðferðir IcePaHC. Að því loknu verður tólinu sem verður þróað í verkefninu beitt til þess að varpa nýja, þáttaða textanum yfir á form UD. IcePaHC-trjábankinn inniheldur um eina milljón orða og með viðbót upp á 100.000 orð mun UD-málheildin innihalda um 1,1 milljón orða.

Nánar má kynna sér úthlutunina hér.

Skrifstofa stofnunarinnar er í Árnagarði
17 styrkþegar í íslensku sem öðru máli 2019-2020
dít 1 627
Eiríkur Rögnvaldsson er nýr starfsmaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum