Orðasafn í tómstundafræði kemur út

 

Á föstudaginn sem ber yfirskriftina Tómstundadagurinn 2019, kemur út Orðasafn í tómstundafræði sem er unnið í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þetta er í fyrsta sinn sem gefið er út sérstakt orðasafn yfir lykilhugtök sem tengjast æskulýðsmálum, frístundm og tómstundafræði.

Útgáfan var styrkt af Málræktarsjóði. Útgefandi er Rannsóknarstofa í tómstundafræði og Félag fagfólks í frítímaþjónustu.

Orðasafnið verður gefið áhugasömum í útgáfuhófi sem lesa má um hér

Sett inn 06.03.2019
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook