Hljóðver

Í hljóðveri stofnunarinnar er varðveitt hljóðritað efni sem safnað er úr munnlegri geymd og er þar aðstaða til að hlusta á efni úr þjóðfræðisafni. Einnig er hægt að fá afrit af efni í safninu til notkunar í fræðilegum og listrænum tilgangi og til birtingar eftir atvikum. Starfræktur er gagnagrunnur, á vegum Ísmús, þar sem finna má flokkaða yfirlitsskrá um þjóðfræðiefni ásamt hljóðritum (að hluta).