Málstofur

Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum standa fyrir málstofum mánaðarlega yfir vetrartímann. Málstofa er í klukkustund, frummælandi flytur erindi í um fjörutíu mínútur og gestum gefst svo kostur á að ræða efnið. Málstofan hefur verið í húsnæði stofnunarinnar á Neshaga 16 en haustið 2015 verður breyting þar á þar sem hluti stofnunarinnar sem var á Neshaga 15 hefur flutt. Málstofan er jafnan auglýst á vef stofnunarinnar og þá verður nýja staðsetningin tilkynnt.