Örnefnanefnd

 


Óskir um afrit af örnefnaskrám (á rafrænu formi eða í ljósriti) eða almennar fyrirspurnir um örnefni skulu berast Örnefnasafni Árnastofnunar í s. 525 4433 (Aðalsteinn Hákonarson), s. 525 4432 (Emily Lethbridge) eða á netfangið nafn [hjá] arnastofnun.is


 

Sú meginbreyting hefur orðið á störfum nefndarinnar með nýjum lögum að hún annast ekki lengur veitingu leyfa vegna nafna á nýjum lögbýlum eða breytingu á eldri nöfnum. Tilkynningar um ný nöfn eða óskir um breytingar þurfa að berast viðkomandi sveitarfélagi. Örnefnanefnd hefur eftirlit með nýjum eða breyttum nöfnum og getur fellt úrskurði þar að lútandi ef henni þykir þörf á eða ef ágreiningi um nafn hefur verið vísað til hennar. Fyrirspurnum um nöfn eða nafngiftahefð má beina til Nafnfræðisviðs Árnastofnunar, sbr. að ofan.

 

Netfang örnefnanefndar er: ornefnanefnd [hjá] hi.is

Örnefnanefnd starfar á grundvelli laga nr. 22/2015 um örnefni. Þau leystu af hólmi lög nr. 35/1953 um bæjanöfn o.fl. og reglugerð nr. 136 um störf örnefnanefndar frá 22. febrúar 1999.

Lögin eru aðgengileg á vefsíðu Alþingis: Lög nr. 22/2015 um örnefni

Reglugerð um störf örnefnanefndar í Stjórnartíðindum er að finna hér.


Verkefni örnefnanefndar

Hlutverk örnefnanefndar eru skv. lögunum:

   a. að veita rökstutt álit um örnefni vegna birtingar í opinberum örnefnagrunni hafi risið ágreiningur um það efni og honum verið skotið til nefndarinnar,

   b. að úrskurða um nýtt eða breytt bæjarnafn, götunafn eða annað það nafn sem notað er til skráningar á staðfangi hafi risið ágreiningur um það efni og honum verið skotið til nefndarinnar,

   c. að úrskurða um nöfn á skiltum opinberra aðila,

   d. að veita umsögn um fyrirhugað nafn á nýjum þéttbýliskjarna eða hverfi innan sveitarfélags,

   e. að veita umsögn um nafn sveitarfélags, sbr. 6 gr.,

   f. að veita umsögn um nafn á nýju náttúrufyrirbæri innan sveitarfélags,

   g. að sinna öðrum verkefnum sem henni kunna að vera falin með lögum, reglugerðum eða ákvörðun ráðherra. 

Örnefnanefnd er heimilt að taka upp mál að eigin frumkvæði.

 

Nefndarmenn

Þórunn Sigurðardóttir, formaður (thorunn.sigurdardottir [hjá] arnastofnun.is)
Þórarinn Eldjárn, varaformaður (thorarinn [hjá] eldjarn.net)
Gunnar H. Kristinsson (gunnar [hjá] lmi.is)
Hallgrímur J. Ámundason (hallgrimur.j.amundason [hjá] arnastofnun.is)
Margrét Jónsdóttir (mjons [hjá] hi.is)

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast skrifstofuhald fyrir örnefnanefnd.

 

Heimilisfang örnefnanefndar

Örnefnanefnd
Laugavegi 13
101 Reykjavík

Símanúmer: 525 4432
Netfang: ornefnanefnd [hjá] hi.is