Samstarf

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum leggur ríka áherslu á góð tengsl við almenning, heimildarmenn, fyrirtæki og stofnanir innanlands. Söfnun örnefna, þjóðfræða og orðasafna byggist á góðu samstarfi við heimildarmenn víðs vegar um landið og á stofnunin marga vildarvini sem efla söfn hennar með þekkingu sinni. Ýmsir aðilar hafa afhent stofnuninni gögn til varðveislu og rannsókna og má þar nefna Kvæðamannafélagið Iðunni, Miðlun og Morgunblaðið.

Stofnunin á í  fjölbreyttu samstarfi við systurstofnanir, félög og háskóla í öðrum löndum og tekur þátt í fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum.