Þjóðfræðiverkefni

Á sviði þjóðfræða er unnið að margvíslegum rannsóknar- og þróunarverkefnum, oft í samvinnu við aðra. Verkefni, sem unnið er að um þessar mundir, eru eftirfarandi: Gagnagrunnur yfir þjóðlagasafn séra Bjarna Þorsteinssonar, Íslands sögur, söfnun og miðlun þjóðfræðiefnis með kvikmyndum, samvinnuverkefni þjóðfræðisviðs og Kára G. Schram, kvikmyndagerðarmanns, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Tilurð, samhengi og söfnun 1864–2014 og verkefnið Landafræði fornsagna, leiðalýsingar og mynd íslenskra fornsagna af umheiminum og nánasta umhverfi sagnaritara, hlutverk munnlegra sagna við miðlun þekkingar á landafræði.